Spurt og svarað
1. Hvað kostar varan komin heim
til Íslands?
Þú getur áætlað verðið með því að nota
reiknivélina efst á síðunni. "Samtals gjöld kr" er sú upphæð sem
þú
greiðir til ShopUSA með greiðslukorti (Euro eða
VISA) þegar varan hefur verið móttekin í vöruhúsi í ShopUSA (sjá
nánar lið 5 varðandi stærðarmörk sendingar). Þú sérð einnig
heildarverð vörunnar en það er samtala þess sem þú greiðir ShopUSA
og netversluninni.
Reiknivélin efst á síðunni auðveldar þér
verðsamanburð á Íslandi. Gættu þess að setja vöruna þína í réttan
flokk, sjá svör við spurningu nr. 2 hér að neðan
Ef þú slærð inn aukastafi (cent) gættu þess að
reiknivélin gerir greinarmun á punkti og kommu eftir því hvernig
tölvan þín er stillt. Þú gætir fengið upp villu ef þú notar rangt
tákn til að skilja að aukastafi.
2.
Hvaða vöruflokki tilheyrir varan sem ég pantaði?
Reiknivélin tekur sífelldum breytingum.Gættu
þess að velja rétta vöruflokkinn við skráningu vöru og í
reiknivélinni til að áætla heildarverðið. Veljir þú rangan flokk,
áskilur ShopUSA sér rétt til að innheimta afgreiðslugjald samkvæmt
raunverlulegum vöruflokki. Ef þú ert í vafa í hvaða vöruflokki
varan er skaltu senda okkur tölvupóst á is@shopusa.com og við svörum þér
eins fljótt og kostur er.
3.
Hvernig fer ég að?
a) Þú stofnar þig sem nýjan notanda hjá ShopUSA
og færð úthlutað s.k. "Suite númeri".
b) Þú kaupir vöru af hvaða verslun sem er í USA
og lætur senda vöruna til ShopUSA vöruhús, merkta nafni þínu og
"Suitie númeri".
c) Þú skráir vöruna á www.shopusa.is Skrá sendingu
Við sjáum svo um framhaldið, greiðum öll gjöld
og afhendum þér vöruna. Þú getur ávallt rakið vöruna með því að
smella á rekja vöru linkinn á forsíðunni.
Með því að smella hér getur
þú lesið leiðbeiningar okkar um netverslun.
4. Er
afgreiðslugjaldið jafnt fyrir allar vörur, óháð rúmmáli, þyngd,
tollflokkum og vörugjaldi?
ShopUSA gerir mjög flókið ferli einfalt með því
að beita jöfnun. Þannig þarft þú ekki að velta fyrir þér þyngd,
rúmmáli, tollflokkum eða vörugjöldum nema í þeim tilfellum sem
sendingin er stærri en 0,125 rúmmeter. Reiknivélin áætlar
heildarverðið til þín með jöfnunaraðferð.
Flugfrakt:
Allar sendingar sem eru minni en 50 cm á hverri hlið eru
sjálfkrafa sendar með flugi til Íslands án auka flutningskostnaðar.
Þú getur fengið stærri sendingar sendar með flugi en þá er
kostnaðurinn USD 500 per aukarúmmeter (tekið er mið af ummáli
heildarsendingar). Þegar þú skráir vöruna (Skrá sendingu), þá getur
þú beðið um að sendingin verði send með flugi, jafnvel þó hún sé
stærri en 50cm viðmiðið.
Dæmi:
Sending sem er 50 cm x 50 cm 50 cm = 0,125 m3 er send án
aukakostnaðar
Sending sem er 1m x 50 cm x 50 cm = 0,25 m3, þá er greitt fyrir
umfram rúmmál 0,25 - 0,125 = 0,125 x $500 = $62,50 kostar aukalega
í flugfrakt en ekkert aukalega í sjófrakt.
Sjófrakt:
Sending sem eru minni en 0,5 rúmmetrar er send án auka
flutningskostnaðar. Stærri sendingar kosta USD 300 per
aukarúmmeter.
Dæmi:
Sending sem er 1 m x 1 m x 0,5 m = 0,5 m3 er send án
aukakostnaðar.
Sending sem er 1 m x 1 m x 1 m = 1 m3, þá er greitt fyrir umfram
rúmmál 1 - 0,5 = 0,5 x $300 = $150,00 kostar aukalega í
sjófrakt.
Þyngd
hefur ekki áhrif á fraktverð til Íslands.
5. Eru
öll gjöld innifalin?
Já, öll gjöld eru innifalin, þar meðtalin
móttaka í USA, skráning, flutningur, virðisaukaskattur, tollur,
vörugjöld og heimsending. Ef um er að ræða stóra sendingu eins og
t.d. stór húsgögn og golfbíl þá getur ShopUSA farið fram á að
sendingin verði sótt. Athugaðu að endanlegt afgreiðslugjald miðast
við tollgengi þann dag sem varan er tollafgreidd, en ef
gengisbreytingar eru litlar (innan við 5%) og varan kostar minna en
USD 2000, þá stendur ShopUSA við það verð sem gefið var upp við
skráningu vöru.
6. Er
virðisaukaskattur innifalinn?
Já, VSK er innifalinn í afgreiðslugjaldi
ShopUSA Virðisaukaskattur leggst á alla innflutta vöru.
Virðisaukaskattur er 24% af flestum vörum.
7.
Nýtist virðisaukaskattur sem innskattur?
Sömu reglur gilda um meðferð VSK af vörum sem
afgreiddar eru af ShopUSA og aðrar vörur. Þú getur beðið um
tollskýrslu við skráningu vörunnar og þá kemur virðisaukaskattur
sundurliðaður. Sjá nánari upplýsingar á www.tollur.is því mismunandi VSK
leggst á vöruflokka.
8.
Hvenær greiði ég vöruna?
Erlenda vefverslunin skuldfærir greiðslukort
þitt við vörukaup.
ShopUSA innheimtir afgreiðslugjald með skuldfærslu á greiðslukort
þegar varan er móttekin í vöruhúsiShopUsa. Ef varan berst ekki i
vöruhúsið, færist engin kostnaður á greiðslukortið þó svo að varan
hafi verið skráð.
9.
Hvert á ég að láta senda vöruna?
Varan sem þú kaupir á netinu þarf að berast í
vöruhús ShopUSA:
Nafn þitt (t.d.
Jón Jónsson)
10 Willey Road
Suite ISxxxx (t.d. IS1234,ef boðið er uppá address line 2)
Saco, ME, 04072
Tel: 800 255 4044
ME stendur fyrir Maine sem er fylkið (state) og 04072 er
póstnúmerið (zip-code). Þú færð úthlutað "suite númeri" þegar þú
skráir þig sem notanda hjá ShopUSA.
Gættu þess vandlega að láta merkja vöruna með
nafni þínu og "Suite númeri" svo við getum komið henni í þínar
hendur.
Athugaðu að fylla ekki inn í reit sem er
ætlaður til að koma gjafaskilaboðum á framfæri, því þá er enginn
reikningur sendur með vörunni og án reiknings er ekki hægt að
tollafgreiða vöruna.
10.
Hvað tekur langan tíma að fá vöruna heim?
Við sendum pakka þar sem hver hlið er styttri
en 50 cm með flugi en stærri sendingar með sjófrakt til Íslands.
Hægt er að velja flug eingöngu þegar skráð er, þannig að ef varan
fer yfir hámarksstærð fyrir flug þá er hún mæld upp og
aukakostnaður leggst á (sjá nánar í lið 5 hér að síðunni).
Flugsendingar eru alla laugardaga og þarf vara að berast fyrir
12:00 á miðvikudegi. Eimskip siglir frá Maine alla föstudaga og
þarf varan að hafa borist fyrir 17:00 á mánudegi í sömu viku og
skip fer frá Portland,ME. Áætluð afhending á flugsendingum eru 6
dagar og sjófraktarsendingum tæpar 3 vikur - þetta miðast við þann
dag semvörur fara frá vöruhúsumokkar.
11. Get
ég skilað vörunni aftur til seljanda?
Þegar þú skráir vöruna hjá ShopUSA (strax eftir
vörukaup) þá getur þú hakað við að þú viljir getað endursent vöruna
til USA. Gjaldið er 2% af kaupfjárhæð eða 350 krónur að
lágmarki.
Skilaréttur fylgir flestum vörum sem seldar eru
á Netinu í Bandaríkjunum. Í mörgum tilfellum gefst kaupendum kostur
á að endursenda vöruna án endurgjalds til seljanda. Þetta er
mikilvægt ef t.d. fatnaður er ekki af réttri stærð, ef vara er
gölluð eða ef bilun kemur fram á meðan vara er í ábyrgð.
Ef þú hakar við í skráningu hjá ShopUSA að þú
viljir eiga rétt á að skila vörunni, þá getur þú sent okkur email
innan 5 daga frá afhendingu og við getum endursent vöruna til USA.
Það fer svo eftir skilmálum seljanda hver greiðir fraktina innan
Bandaríkjanna, og það þarf að liggja fyrir að seljandi samþykkir að
fá vöruna endursenda til sín. Ef vöru er skilað og önnur álíka er
fengin í staðinn mun ShopUSA ekki innheimta afgreiðslugjöld. Það
fer eftir ákvörðun tollstjóra hvort kaupandi er þá undanþeginn
tollum og virðisaukaskatti, en dæmi eru um að tollstjóri hafi fellt
niður og/eða endurgreitt gjöld í þeim tilfellum.
12.
Hvað með ábyrgð og þjónustu á vörunni og hve langur er
skilaréttur?
Þú skalt kynna þér vel ábyrgðarskilmála
verslunar í USA áður en vara er keypt. Einnig skaltu kynna þér rétt
þinn til að skila og endursenda vöruna. Skilaréttur er mjög
misjafn, í sumum tilfellum 30 dagar en í öðrum tilfellum 12
mánuðir, og allt þar á milli. Hafðu hugfast að það líður nokkur
tími frá því að seljandi sendir vöruna og þar til hún berst þér á
Íslandi. Athugaðu líka hvort einhverjir taki að sér að þjónusta
vöruna á Íslandi. Ekki er öruggt hvort tollur og virðisaukaskattur
fáist endurgreiddur frá hinu opinbera á Íslandi ef vara er
endursend. Ekki er heldur víst að verslunin endurgreiði
flutningsgjald og annan kostnað. ShopUSA er einungis vörumiðlun og
getur því miður ekki ábyrgst vöruna eftir afhendingu og býður ekki
viðgerðarþjónustu, kennslu eða þjálfun í notkun hennar.
13. Get
ég verslað frá öðrum verslunum í USA en þeim sem eru tengdar
ShopUSA síðunni?
Já, þú getur verslað við allar netverslanir OG
verslanir í Bandaríkjunum, fyrir því eru engin takmörk. Varan
verður þó að vera lögleg á Íslandi, sbr. skilmála ShopUSA.
14. Get
ég fylgst með því hvar varan er stödd hverju sinni?
Flestir seljendur senda þér staðfestingu á
tölvupósti um að vara hafi verið send frá seljanda. Oftast fylgir
þá sendingarnúmer flutningsaðila, oft kallað "tracking number". Á
vefsíðum flestra hraðsendingarþjónusta er hægt að slá inn
"tracking-number" og fá upplýsingar um hvar varan er stödd hverju
sinni, allt þar til varan hefur verið afhent í vöruhúsi
ShopUSA.
15.
Hvað gerist ef vara er send í vöruhús ShopUSA en ég gleymi að skrá
vöruna hjá ShopUSA?
ShopUSA á erfitt með að finna hver er eigandi
vörunnar ef varan hefur ekki verið áður skráð hjá ShopUSA, og sérstaklega ef "suite
númer" kemur ekki fram á reikningi eða límmiða. Ef ShopUSA getur
ekki fundið hver eigandi vörunnar er, þá er hún geymd í vöruhúsi í
3 mánuðiþar til upplýsingar berastfrá eiganda vörunnar(eftir 3
mánuði fer svo varan í geymslu aðra 3 mánuði, og eftir það er
vörunni fargað). Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir þig að smella
Skrá sendinguefst á síðunni þegar þú hefur keypt vöru af netverslun
ogreyna að skrá "suite númer" í heimilisfang hjá seljanda.
16.
Hvernig get ég verið viss um að pöntun mín hjá netverslun hafi
heppnast?
Flestar netverslanir munu senda þér
staðfestingu með tölvupósti um að pöntun hafi verið móttekin,
greiðslukort þitt skuldfært, varan hafi verið til á lager og
upplýsingar um áætlaðan afhendingartíma í vöruhús ShopUSA. Ef
þessar upplýsingar berast þér ekki, þá er líklegt að pöntunin hafi
ekki farið í gegn og því mun engin vara verða send í vöruhús
ShopUSA. Í því tilfelli skaltu athuga hvort greiðslukorti þínu hafi
verið hafnað. Þú getur þú sent okkur póst á is@shopusa.com og við mun aðstoða
eftir fremsta megni.
17.
Hvað þarf ég til að versla með milligöngu ShopUSA?
· Tölvu með vafrara og tengingu við
Internetið.
· Kreditkort með úttektrarheimild í erlendri mynt fyrir þeirri
fjárhæð sem varan kostar í bandaríkjadollurum.
· Að láta senda vöruna í vöruhús ShopUSA, merkta þér.
. Að skrá vörusendingu hjá ShopUSA.
18. Hve
háir eru tollar og vörugjöld á innfluttar vörur frá
Bandaríkjunum?
Tollur er innifalinn í afgreiðslugjaldi
ShopUSA. Tollar frá Bandaríkjunum eru mismunandi eftir tegund og
eðli vöru. Kaupandi getur kynnt sér tolla og vörugjald hjá
Tollstjóranum í Reykjavík, og áwww.tollur.is. Búið er að afnema
tolla af flestum vörum en ekki öllum, svo bera sumar vörur
förgunargjöld/gúmígjöld eða einhverja gjaldaflokka.
19.
Þarf ég að sækja vöruna eða er hún send heim til mín?
Frá og með 16. nóvember 2005 mun Íslandspóstur
annast heimsendingar allra vara fyrir ShopUSA á Íslandi án
aukakostnaðar.
20.
Hvað ef netsíða hafnar kreditkorti?
Kerfi sumra netfyrirtækja leyfa ekki að senda
vöru á annan stað (shipping address) en greiðslustað (billing
address).
Stundum bera netverslanir saman "billing
address" á kreditkorti og "shipping address" fyrir vörusendingu. Þú
getur haft samband við greiðslukortafyrirtækið þitt og beðið um að
10 Willey Road, Saco, Maine 04072 verði auka-heimilisfang á skrá
(secondary billing address). Þetta gæti liðkað fyrir því að
seljandi samþykkti skuldfærslu á kreditkortið þitt.
Í sumum tilfellum er hægt að greiða vöru með
"wiretransfer" (bankamillifærslu), en þú skalt áður ganga úr skugga
um áreiðanleika seljanda. Við mælum ekki með bankamillifærslum ef
verið er að versla við einstaklinga, t.d. á eBay.
Stundum er of mikil fyrirhöfn að versla við
netverslanir sem ekki taka kreditkort. Því er oft auðveldara að
finna sambærilega vöru hjá annari netverslun. Á forsíðu ShopUSA eru
aðeins tenglar við netverslanir sem hafa samþykkt íslensk
greiðslukort og hafa veitt góða þjónustu. Við ábyggjumst þó ekki að
allar færslur verði samþykktar, sérstaklega ef um háar fjárhæðir er
að ræða.
21.
Hvernig greiði ég netverslun ef ég er ekki með
kreditkort?
Til þess að versla á netinu þarf í flestum
tilfellum að vera með kreditkort. Þeir sem ekki vilja vera með
hefðbundið kreditkort en vilja notfæra sér hagræði og ýmis fríðindi
kreditkorts án þess að skulda geta fengið sér VISA í + eða
Mastercard Plús sem eru fyrirfram greidd kreditkort. Engin lán eða
reikningar. Það er einungis er hægt að ráðstafa þeirri fjárhæð sem
greidd hefur verið inn á kortreikninginn hverju sinni. Þá má nefna
að margir vilja fara varlega í viðskiptum á vefnum þegar gefa þarf
upp kortnúmer og forðast að reynt verði að misnota aðalkreditkort
þeirra og fá sér því til viðbótar fyrirframgreitt kort.
22.
Hvað er PayPal?
PayPal er greiðslumiðlunarfyrirtæki í eigu
eBay. Þegar þú stofnar PayPal reikning þá skuldfæra þeir ca. $2 á
kreditkortið þitt og senda lykilorð með reikningsfærslunni. Þannig
er tryggt að enginn geti fengið lykilorðið annar en sá sem hefur
aðgang að kreditkortareikningi. PayPal er milliliður á milli
kaupenda og seljanda á eBay. Standi seljandi ekki við afhendingu á
vöru þá getur þú hafnað greiðslu innan tiltekins tíma og verður
greiðslan þá bakfærð. Seljandi greiðir PayPal þóknun vegna
viðskiptanna, en ekki kaupandi. Sjá nánar á www.paypal.com
Athugaðu að þú getur líka hafnað greiðslu hjá
greiðslukortafyrirtæki þínu hafi seljandi ekki afhent vöruna, eða
ekki í því ástandi sem hann lofaði.
23. Er
öll vara flutt með flugi til landsins?
Já, þú getur verslað við allar netverslanir OG
verslanir í Bandaríkjunum, fyrir því eru engin takmörk. Varan
verður þó að vera lögleg á Íslandi, sbr. skilmála ShopUSA.
24. Eru
allar amerískar vörur leyfðar á Íslandi?
Þó heimilt sé að flytja flestar vörutegundir
til landsins eru nokkrar undantekningar þar á. ShopUSA tekur ekki
að sér að flytja vöru sem er ólögleg á Íslandi. Kaupandi er hvattur
til að kynna sér gaumgæfilega íslensk lög og reglugerðir um
vöruinnflutning. ShopUSA ábyrgist ekki að vörur sem fluttar eru á
þess vegum standist ákvæði íslenskra laga og reglugerða. Kaupandi
er ábyrgur fyrir kostnaði ef vörur fást ekki tollafgreiddar.Ekki er
hægt að flytja inn áfengi.
25. Er
einstaklingum leyfilegt að flytja inn fellihýsi ?
Fellihýsi og tengivagnar sem fluttir eru til
Íslands þurfa að uppfylla kröfur umferðarlaga. Í mörgum tilfellum
er nauðsynlegt að yfirfara og breyta hemla- og ljósabúnaði. Enda
þótt fellihýsin standist strangar kröfur í Bandaríkjunum þá eru lög
og reglugerðir ekki þær sömu og innan EES.
Allar vörur sem falla undir reglur um tæki sem
brenna gasi verða að uppfylla ákæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglna nr 108/1996 um tæki
sem brenna gasi. Við mælum með því að þú snúir þér til opinberra
aðila sért þú í vafa um hvort fellihýsið sem þú hyggst kaupa
standist íslenskar kröfur.
26.
Hvað með raftæki fyrir amerískan straum?
Flest raftæki sem seld eru í Bandaríkjunum eru
hönnuð fyrir 110 volta spennu. ShopUSA mælir með að þú kaupir
raftæki sem gerð fyrir evrópska staðla (t.d. CE merkt og 220 volta
spenna). Algengt er að tölvur hafi innbyggðan spennubreyti sem þarf
að stilla við móttöku. Nokkur tæki eru gerð fyrir vítt spennubil og
taka bæði 110 og 220 volta straum. Athugið að flestar snúrur hafa
ameríska tengla.
Kaupendur eru hvattir til að kynna sér
gaumgæfilega kröfur til raftækja á Íslandi. Nánari upplýsingar er
hægt að fá á vefsíðu Neytendastofu, eða á www.neytendastofa.is
27.
Hvað með amerísk sjónvörp (NTSC)?
Hægt er að nota amerísk sjónvörp á Íslandi. Þú
gætir þurft að hafa samband við þitt sjónvarps fyrirtæki og láta þá
uppfæra sjónvarps lykilinn hjá þér, segja þeim að þú sért með
Amerískt sjónvarp. Þá breyta þeir merki sem myndlykill gefur til
sjónvarpsins. Athugið að sum sjónvörp í Bandaríkjunum taka bara
110v straum, og þurfa því straumbreyti. En flest sjónvarpstæki
virka samt bæði í 110v og 220v straumi.
28.
Hvað með íslensk lyklaborð og íslenska stafi fyrir
tölvur?
Flestar bandarískar tölvur eru seldar með
stöðluðu lyklaborði (QWERTY), en hafa ekki íslenska stafi. Flest
stýrkerfi bjóða upp á stillngar fyrir mismunandi tungumál, t.d.
Windows® stýrikerfin frá Microsoft®. Til að stilla lyklaborð fyrir
íslenska stafi í Windows XP þá smellir þú á "Start" hnappinn neðst
í vinstra horni, velur Settings / Control Panel / Regional and
Language Options og smellir síðan á "Languages" flipann og svo
"Details" hnappinn. Þar er hægt að bæta við íslensku með því að
smella á "Add" takkann. Athugið að einnig er hægt að forrita
flýtilykla til skipta á milli ensku og íslensku, t.d. með Control
og Shift. Þú getur farið í næstu tölvuverslun og nálgast límmiða
til að setja á lyklaborðið.
29. Er
óhætt að eiga viðskipti við allar erlendar vefsíður?
Kaupendur eru hvattir til að kynna sér
áreiðanleika seljanda. ShopUSA mun umsvifalaust fjarlægja tengla
við netverslanir sem talið er að séu ekki öruggar og eru ábendingar
í því efni vel þegnar. Ýmsir aðilar bjóða upplýsingar og umsagnir
um seljendur, t.d.www.bbb.com
30. Get
ég treyst því að rétt upphæð sé skuldfærð á
greiðslukortið?
Kaupandi er hvattur til að yfirfara allar
færslur á greiðslukorti og tilkynna banka eða
greiðslukortafyrirtæki tafarlaust rangar færslur. Þú hefur nokkurra
vikna frest til að hafa samband við greiðslukortafyrirtækið og
hafna greiðslu sem ekki hefur verið færð á kortið þitt með lögmætum
hætti.
31. Eru
vörur ávallt til á lager?
Mjög er misjafnt hvort vörur séu til á lager
hjá seljendum þegar pöntun berst. Venjulega fær kaupandi strax
staðfestingu á því hvort varan sé til og hve langan tíma taki að
afgreiða hana frá seljanda.
32.
Hvað er tollgengi?
Hjá Seðlabanka Íslands er hægt að fá
upplýsingar um tollgengi. Tollgengið er lagt til grundvallar þegar
verð vöru er umreiknað úr USD í íslenskar krónur. Athugaðu að
tollgengið er síbreytilegt. Tollur reiknast út frá tollgengi þegar
vara er tollafgreidd, eftir komu hennar til Íslands. Varan getur
því ýmist hækkað eða lækkað í verði frá því pöntun var gerð. Ef
breytingar á gengi eru innan við 5% frá skráningardegi (kaupdegi)
og til þess dags sem varan er afgreidd, þá mun ShopUSA standa við
það verð sem reiknivélin áætlaði (að því gefnu að rétt fjárhæð í
USD og réttur vöruflokkur hafi verið valinn).
33. Get
ég fengið tölvupóst um sérstök tilboð?
Flestar netverslanir bjóða þér að skrá nafn
þitt og fá reglulega sendan tölvupóst um nýjustu tilboðin hverju
sinni. Stundum áskilja þau sér rétt til að veita öðrum aðilum
upplýsingar um netfangið þitt. Oftast biðja þau þig um leyfi fyrir
slíku fyrirfram.
34.
Hvað með matvæli?
Við hvetjum þig til að kynna þér kröfur til
innflutnings matvæla hjá opinberum aðilum áður en vara er keypt í
USA. Ef óheimilt reynist að afgreiða matvæli sem flutt hafa verið
til Íslands, áskilur ShopUSA sér rétt til að innheimta útlagðan
kostnað. Því miður er ekki unnt að taka við kæli- og
frystivöru.
35.
Gæludýrafóður
Allt gæludýrafóður sem flutt er til Íslands
verður að fá samþykki opinberra aðila.
36.
Hverjir eru kostirnir við að nota þjónustu ShopUSA.is?
ShopUSA opnar þér dyr til að versla við
þúsundir seljenda um öll Bandaríkin.
· Þú getur keypt ótal vörutegundir sem eru ófáanlegar á
Íslandi
· Reiknivélin efst á síðunni auðveldar þér verðsamanburð á
Íslandi.
· Á síðum ShopUSA má finna margvíslegar upplýsingar um allar
hliðar netviðskipta
. Á síðum ShopUSA finnur þú tengla við traustar og vinsælar
netverslanir
· Öll vörukaup eru gerð af tölvunni heiman frá þér
· Traustir aðilar sjá um móttöku, flutning, tollafgreiðslu og
afhendingu vörunnar
· Þú getur verslað allan sólarhringinn árið um kring.
· Netverslun er EINN ódýrasti verslunarmáti sem til er
37.
Fæðubótaefni og lyf
Hafið samband við Lyfjaeftirlit og fáið
uppgefið hvort lyf eða fæðubótaefni sem leyfilegt á Íslandi fyrir
pöntun. Einnig bendum við á www.Lyfjastofnun.is en þar
má finna margvíslegar gagnlegar upplýsingar.
38.
Skotvopn og aukahlutir
Hafið samband við lögreglu um leyfi fyrir
skotvopnum og aukahluti áður en kaup framkvæmd.
39.
Fjarstýringar, talstöðvar og tíðni
Allar fjarstýringar og barnatalstöðvar verða að
vera CE merktar. Ef vara sem sendir þráðlaust er ekki CE merkt þá
verður varan stoppuð í tollinum. Fáið uppgefið hjá
framleiðanda/Seljanda áður en influtningur hefst.
40.
Tölvur og rafmagn
Athugið að skoða rafmagn aftan á tölvum áður en
þú setur hana í gang. Oftast er takki aftan á tölvunni til að
skipta úr 120V í okkar rafmagn sem er 220-230V.
41.
Farsímar og þráðlausir símar
Athugið að allir farsímar og þráðlausir símar
verða að vera CE merktir svo varan sé lögleg inn í landið.
Vinsamlegast kynnið ykkur þessi mál áður en varan er keypt.
42.
Aðrar spurningar
Sendu okkur fyrirspurn á is@shopusa.com eða lestu
leiðbeiningar okkar um netverslun með því að smella hér
Hvenær sem er - allan sólarhringinn
Hvar sem er - þúsundir verslana
Hvað sem er - milljónir vörutegunda
ShopUSA er dótturfélag SUSA Holding Ltd.
Posseidonos 1 Nicossia, Kýpur, 2406. Greiðslu verður að vera í
Bandaríkjadölum (USD). Þú getur einnig séð SUSA Holding Ltd á
bankareiknings yfirlitinu þínu.Þú sem neytandi og viðskiptavinur
ShopUSA ert alltaf varin undir neytenda reglum Íslands. Fyrir allar
fyrirspurnir þá er þér velkomið aðhafa samband ShopUSA með
tölvupósti eða síma.
43.
Hvað um skráningargjaldið upp á 1 dollar - hvað er það?
1 dollar er tekinn út af kortinu þínu við
skráningu og er lagður inn strax aftur. Þetta tengist einungis
prufukeyrslu á kreditkortinu við skráningu og fer inn og út.